Rúrik Gíslason hefur samið við Sandhausen í næst efstu deild Þýskalands. Mbl.is segir frá.
Rúrik gerir samning út tímabil við Sandhausen og er laus allra mála hjá Nurnberg.
,,Ég er afar ánægður með þessi skipti og mér líst virkilega vel á Sandhausen. Þetta er ekki sögufrægasta félag í Þýskalandi en það er á sínu sjötta tímabili í þessari deild, virðist vera að bæta sig og er aðeins tveimur sætum á eftir Nürnberg í deildinni,“ sagði Rúrik Gíslason landsliðsmaður í knattspyrnu við mbl.is í dag
Rúrik hefur verið í landsliðshópi Íslands síðustu mánuði og er með þessu að auka möguleika sína á því að komast á HM í Rússlandi.
Rúrik fékk ekki mörg tækifæri hjá Nurnberg en vonast eftir meiri spilatíma hjá Sandhausen