Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Borussia Dortmund er sterklega orðaður við Arsenal þessa dagana.
Samkvæmt miðlum á Englandi hefur framherjinn nú þegar samþykkt að ganga til liðs við félagið en Dortmund og Arsenal ræða ennþá um kaupverðið sín á milli sem er talið vera í kringum 50 milljónir punda.
Bild greinir frá því í dag að Peter Stöger, stjóri Dortmund hafi gefið Aubameyang frí á morgun gegn Herthu Berlin en það er væntanlega til þess að klára félagaskipti sín.
Sky Germany greini einnig frá því að leikmaðurinn hafi ekki ferðast með liðinu til Berlínar og því bendir allt til þess að hann sé að fara til Arsenal.