Emmanuel Adebayor, fyrrum framherji Asenal segist hata félagið.
Hann er ennþá ósáttur með Arsene Wenger, stjóra liðsins en þá er hann afar hrifinn af Jose Mourinho, stjóra Manchester United.
Adebayor og Mourinho unnu saman hjá Real Madrid og náðu mjög vel saman samkvæmt framherjanum.
„Mourinho er stjóri sem ég mun alltaf virða og elska,“ sagði framherjinn.
„Hann er einn hreinskilnasti stjóri sem ég haf kynnst sem er frekar fáránlegt því flestir stjórar sem ég hef unnið með hafa verið falskir.“
„Sem dæmi þá hitti ég Wenger á skrifstofu hans þar sem hann tjáði mér það að ég þyrfti að fara frá félaginu. Ég sagði honum að ég ætlaði að vera áfram og þá sagði hann einfaldlega að ég myndi ekki spila fleiri leiki.“
„Ég fór því til Manchester City því Arsenal vildi mig ekki og ég var ánægður með þau félagaskipti. Daginn eftir sé ég hann segja á blaðamannafundi að ég hefði verið til City útaf peningunum og eftir það hef ég alltaf hatað hann og Arsenal,“ sagði framherjinn að lokum.