Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hefur opnað á nýjan leik.
Það má því búast við svakalegu fjöri næstu daga.
—————-
Heildarpakkinn verður 180 milljónir punda fyrir Manchester United í kaupunum á Alexis Sanchez. (Telegraph)
Sanchez mun þéna 400 þúsund pund á viku. (Independent)
Liverpool hefur sagt Sevilla að félagið sé ekki til í að seja Daniel Sturridge. (Mail)
Andy Carroll getur ekki æft með West Ham en félagið segir að ekkert sé að honum. (Mirror)
Manchester United er byrjað að ræða við David de Gea um nýjan samning. (Telegraph)
Real Madrid vill fá Neymar, Eden Hazard og Robert Lewandowski. (Marca)
Everton gæti reynt að kaupa Juan Bernat bakvörð FC Bayern. (Echo)