Ensk götublöð halda því fram að Manchester United sé að bjóða Alexis Sanchez 490 þúsund pund á viku.
Það myndi gera hann að lang launahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar.
Sumir eru þó á því að United muni ekki borga Sanchez meira en 350 þúsund pund sem myndi samt gera hann að þeim launahæsta.
United vonast til þess að fá Sanchez frá Arsenal á næstu dögum en það fer mikið eftir því hvort Henrikh Mkhitaryan vilji fara til Arsenal.
Ensk blöð segja að Sanchez muni fá 490 þúsund pund á viku, það eru 70 þúsund pund á dag en um er að ræða upphæðir fyrir skatt.
Brotið niður:
£25.5m á ári
£2.1m – Mánuði
£490,000 – Vikur
£70,000 – Dag
£2,900 – Klukkutíma
£48 – Mínútu
£0.80- Sekúndur