Everton er að nálgast það að ganga frá kaupum á Theo Walcott sóknarmanni Arsenal.
Þetta ættu að vera góð tíðindi fyrir Gylfa Þór Sigurðsson leikmann Everton.
Gylfi fær meiri hraða í kringum sig sem ætti að hjálpa leik hans og opna svæði fyrir hann að vinna í.
Walcott hefur ekki fengið stórt hlutverk hjá Arsenal undanfarið og vill því burt. Hann vill spila reglulega til að reyna að komast á HM.
Walcott mun kosta Everton í kringum 20 milljónir punda en hann er fæddur árið 1989.
Everton are close to agreeing a deal with Arsenal to sign forward Theo Walcott.
👉 https://t.co/XLL2gOnbDi pic.twitter.com/U7aIERb86N
— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2018