Margir stuðningsmenn Liverpool virðast fagna því að Jurgen Klopp stjóri félagsins hafi áttað sig á því að markvarðarstaðan er staða sem þarf að bæta.
Simon Mignolet hefur varið markið með ágætum en ekki komið sér í fremstu röð.
Loris Karius er mistækur og eins og staðan er í dag virðist hann ekki vera klár í slaginn.
Paul Joyce blaðamaður Times sem oft er með hlutina tengda Liverpool á hreinu segir Klopp vilja fá inn nýjan markvörð.
Joyce segir að tvö nöfn séu á lista Klopp þegar kemur að nýjum markverði. Líklegast er að slíka kaup fari í gegn í sumar.
Um er að ræða Jan Oblak markvörð Atletico Madrid sem er í fremstu röð, þá er Alisson markvörður Roma og Brasilíu einnig sagður á lista Klopp