Mino Raiola, umboðsmaður Henrikh Mkhitaryan gæti reynst örlagavaldurinn í félagaskiptum hans og Alexis Sanchez en það er Chris Wheatley, blaðamaður hjá Goal.com sem greinir frá þessu.
Alexis Sanchez er sterklega orðaður við Manchester United og er Arsenal tilbúið að láta hann fara, annaðhvort fyrir 35 milljónir punda eða í skiptum fyrir Mkhitaryan.
Armeninn er sagður vera að hugsa sig um en Sanchez vill komast til Manchester United en eins og áður sagði gæti Raiola komið í veg fyrir félagaskiptin.
Wheatley greinir frá því að Raiola vilji að Mkhitaryan fái borgaðan upp samning sinn við United en hann á ennþá tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við United.
Þá vill hann fá góða summu fyrir það að koma félagaskiptunum í gegn en sú upphæð myndi skiptast á milli félaganna.