Andy Carroll, framherji West Ham gæti verið á förum til Chelsea en það er Sky Sports sem greinir frá þessu í kvöld.
Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Chelsea, undanfarnar vikur en hann hefur verið öflugur með West Ham í undanförnum leikjum.
Hann hefur komið við sögu í 14 leikjum með liðinu á þessari leiktíð þar sem hann hefur skorað 2 mörk en hann byrjaði tímabilið meiddur.
Carroll hefur spilað með Newcastle, Liverpool og West Ham á ferlinum og yrði Chelsea því fjórða félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hann myndi spila með.