Philippe Coutinho varð á dögunum þriðji dýrasti knattspyrnumaður heims þegar Barcelona keypti hann af Liverpool í síðustu viku.
Kaupverðið var í kringum 142 milljónir punda en hann kom til Liverpool frá Inter Milan árið 2013 fyrir 8,5 milljónir punda.
Coutinho hefur verið algjör lykilmaður á Anfield, síðan hann kom og voru stuðningsmenn Liverpool afar svekktir þegar leikmaðurinn fór til Barcelona.
Leikmaðurinn byrjaði tímabilið meiddur og þá átti hann við smávægileg meiðsli að stríða á fyrri hluta tímabilsins sem gerðu það að verkum að hann tók ekki þátt í öllum leikjum liðsins fyrir áramót.
Tölfræði liðsins án hans vekur athygli en svo virðist vera að Liverpool hafi ekki saknað hans mikið, þegar hann spilaði ekki.
Tölfræði yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.
Með Coutinho:
Leikir: 14
Sigrar: 6
Jafntefli: 7
Töp: 1
Stig í leik: 1,8
Án Coutinho:
Leikir: 9
Sigrar: 7
Jafntefli: 1
Töp: 1
Stig í leik: 2,4