Rostov í Rússlandi vill bæta við þriðja íslenska leikmanninum í sinn hóp á næstunni.
Bristol Post segir frá þessu en Rostov mun gera tilboð í Hörð Björgvin Magnússon á næstunni.
Rostov reyndi að fá Hörð í sínar raðir síðasta sumar en pappírarnir fóru ekki í gegn á réttum tíma.
Rostov keypti Sverri Inga Ingason síðasta sumar og á dögunum kom Björn Bergmann Sigurðarson til félagsins.
Nú gæti Hörður bæst í hópinn en hann er á sínu öðru tímabili með Bristol. Hann hefur verið inn og út úr liðinu á þessu tímabili.
Hörður er lykimaður í íslenska landsliðinu og virðist hafa eignað sér stöðu vinstri bakvarðar í liðinu.