Richarlison, sóknarmaður Watford er afar eftirsóttur þessa dagana en það er Mail sem greinir frá þessu.
Bæði Arsenal og Cheslea ætla sér að leggja fram tilboð í leikmanninn, næsta sumar en hann kom til Watford síðasta sumar.
Enska félagið borgaði Fluminense rúmlega 11 milljónir punda fyrir hann en hann er einungis tvítugur að aldri.
Richarlison hefur komið við sögu í 23 leikjum fyrir Watford á leiktíðinni þar sem hann hefur skorað 5 mörk og lagt upp önnur 4.
Watford byrjaði tímabilið af miklum krafti en hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum og situr í tíunda sæti deildarinnar með 26 stig.