Alexis Sanchez, sóknarmaður Arsenal er sterklega orðaður við brottför frá félaginu þessa dagana.
Manchester United og Manchester City eru bæði sterklega orðuð við leikmanninn sem verður samningslaus í sumar.
Arsenal vill frekar selja hann núna í janúar en að missa hann frítt næsta sumar en þeir vilja fá í kringum 30 milljónir punda fyrir hann.
Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Borussia Dortmund er sterklega orðaður við félagið en Guillem Balague, starfsmaður Sky Sports greinir frá því að félagið sé mjög bjartsýnt á að landa framherjanum fyrir 53 milljónir punda.
Þá er Malcom, sóknarmaður Bordeux sterklega orðaður við félagið þessa dagana en Guardian segir að félagið muni bjóða 45 milljónir punda í hann.
Arsenal gæti því eytt í kringum 100 milljónum punda í janúar, fari svo að Sanchez fari en liðið er í sjötta sæti deildarinnar með 39 stig, 8 stigum frá Meistaradeildarsæti.