,,Ég óska Liverpool til hamingju með sigurinn,“ sagði Pep Guardiola stjóri Manchester City eftir 4-3 tap gegn Liverpool í dag.
Þetta var fyrsta tap City á tímabilinu og erfitt að kyngja því.
,,Við höfðum leikinn í okkar höndum í stöðunni 1-1 en við vorum ekki að klára nógu vel, allt í einu var staðan 4-1.“
,,Þú verður að halda haus þegar þú færð á þig mörk og við gerðum það ekki, það þarf að lifa með þessum augnablikum á tímabilinu.“
,,Við töpuðum leiknum, við höfum viku til að jafna okkur fyrir leikinn gegn Newcastle. Ég hrósa Liverpool, við vitum að það er erfitt að mæta liði Jurgen Klopp.“
,,Við verjum stöðu okkar í hverjum leik,“ sagði Guardiola en liðið hefur 15 stiga forskot á toppi deildarinnar.