Albert Guðmundsson var gjörsamlega allt í öllu þegar Ísland vann 4-1 sigur á Indónesíu í dag.
Albert kom inn sem varamaður á 27 mínútu leiksins og jafnaði leikinn fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiks.
Hann tók svo hornspyrnuna sem annað mark Íslands kom upp úr en það skoraði Arnór Smárason.
Albert skoraði þriðja mark Íslands úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann fullkomnaði svo þrennu sína á 71 mínútu með einstaklings framtaki af bestu gerð.
Einkunnir frá Indónesíu eru hér að neðan.
Byrjunarlið Íslands:
Rúnar Alex Rúnarsson 5
Samúel Kári Friðjónsson 6
Jón Guðni Fjóluson 7
Hólmar Örn Eyjólfsson (´46) 6
Felix Örn Friðriksson 6
Arnór Ingvi Traustason (´27) 5
Ólafur Ingi Skúlason (f) (´46) 6
Arnór Smárason 7
Aron Sigurðarson 7
Kristján Flóki Finnbogason (´75) 7
Andri Rúnar Bjarnason (´46) 5
Varamenn:
Albert Guðmundsson (´27) 10 – Maður leiksins
Orri Sigurður Ómarsson (´46) 5
Óttar Magnús Karlsson (´46) 6
Hilmar Árni Halldórsson (´46) 5