Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United kemur til greina sem næsti stjóri Wales.
Hann fór í starfsviðtal hjá knattspyrnusambandi Wales á dögunum en það er Mail sem greinir frá þessu.
Wales leitar að knattspyrnustjóra þessa dagana en Chris Coleman hætti með liðið á dögunum til þess að taka við Sunderland.
Coleman tókst ekki að koma liðinu til Rússlands en þrátt fyrir það vildi knattspyrnusambandið halda honum.
Giggs hafði starfað sem aðstoðarþjálfari Manchester United, eftir að ferlinum lauk en hætti þegar Jose Mourinho tók við 2016 og hefur verið án þjálfarastarfs síðan.