Pep Guardiola, stjóri Manchester City var í dag valinn stjóri desember mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta er í fjórða sinn í röð sem hann er valinn stjóri mánaðarins en það hefur aldrei gerst áður í sögu deildarinnar.
Hann vann verðlaunin í september, október, nóvember og loks desember en City er í kjörstöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Liðið hefur 15 stiga forskot á Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar og virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðið vinni ensku úrvalsdeildina í vor.