Joe Gomez, varnarmaður Liverpool segist standa í mikilli þakkarskuld við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.
Gomez hefur stigið upp á þessari leiktíð og verið fastamaður í liðinu í ensku úrvalsdeildinni.
Hann er miðvörður að upplagi en hefur leyst stöðu hægri bakvarðar í fjarveru Nathaniel Clyne, sem er er meiddur og gert það með góðum árangri.
„Þegar að Klopp kom hingað þá var ég að ganga í gegnum mjög erfiða tíma. Hann þurfti ekki að hugsa eitthvað sérstaklega um mig en hann gerði það samt,“ sagði Gomez.
„Hann fylgdist betur með andlegri líðan minni en endurhæfingunni og var í stöðugu sambandi við mig. Hann á í mjög góðu sambandi við alla leikmenn sína.“
„Hann veit hvenær hann á að segja eitthvað við mann og hvenær ekki. Hann hefur staðið þétt við bakið á mig og ég mun alltaf standa í mikilli þakkarskuld við hann,“ sagði Gomez að lokum.