Iain Wright fyrrum framherji Arsenal var ekki sáttur með að Alex Iwobi hafi byrjað í gær gegn Chelsea í deildarbikarnum.
Á föstudagskvöldið ákvað Iwobi hins vegar að skella sér á djammið langt fram eftir nóttu.
Iwobi var í eiturlyfjapartýi sem haldið var í Soho hverfinu í London. Arsene Wenger veit af málinu og er ekki sáttur.
Iwobi var á djamminu til hið minnsta 03:00 en á laugardeginum var æfing og á sunnudag leikur gegn Nottingham Forrest í enska bikarnum. Þar tapaði Arsenal og Iwobi byrjaði leikinn.
Iwobi var hins vegar ekki refsað og byrjaði í gær.
,,Í þessu umhverfi fyrir ungan leikmann að skella sér út á meðan Arsenal gengur svona, reyndir leikmenn vilja fara, það re enginn leiðtogi. Arsene Wenger hefði átt að standa í lappirnar þarna,“ sagði Wright.
,,Arsenal verður að finna hvað er að, fólk hlær af okkur. Fólk sér þetta sem grín það sem er í gangi, leikmenn vilja fara. Það er allt í rugli.“
Myndband og myndir úr partýinu eru hér að neðan.