Xabi Alonso, fyrrum miðjumaður Liverpool hefur áhuga á því að stýra liðinu í framtíðinni.
Alonso er nú að taka þjálfararéttindi UEFA en hann hefur m.a spilað með Liverpool, Bayern Munich og Real Madrid á ferlinum.
Stuðningsmenn Liverpool voru afar svekktir þegar að Alonso fór til Real Madrid á sínum tíma en hann er ennþá mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.
„Fyrst þarf ég að sanna mig og undirbúa mig en ég sé ekki af hverju ég ætti ekki að geta stýrt stóru liði í framtíðinni,“ sagði Alonso.
„Ég hef mikla tengingu við Liverpool og það yrði ákveðin draumur að stýra liðinu í framtíðinni,“ sagði hann að lokum.