fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
433

Heimir: Erum að leita að leikmönnum sem passa í liðsheildina

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

g fer leikurinn fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta.

Leikurinn hefst klukkan 11:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Undirbúningur liðsins fyrir leikinn hefur gengið vel, en liðið kom til Indónesíu á sunnudaginn síðastliðinn. Leikmenn eru að venjast tímamismuninum, en hitinn er mikill og því mikið drukkið af vatni.

,,Þetta eru búnar að vera fínar æfingar, allir hafa verið með og enginn er meiddur. Menn hafa náð að sofa ágætlega, en það er náttúrulega erfitt þegar tímamismunurinn er svona mikill og lítill tími til að jafna sig á honum. Við þjálfararnir erum ánægðir með strákana og hvernig þeir hafa svarað þessum fyrstu tveimur æfingum,“ sagði Heimir Hallgrímsson í dag.

Indónesíska liðið er að undirbúa sig fyrir Asíuleikanna sem haldnir verða í landinu í lok ágúst og byrjun september. Á leikunum leika U23 ára lið og því er um slíkan hóp að ræða núna hjá liðinu.

Á sama tíma er mikið af leikmönnum að stíga sín fyrstu spor í íslenska landsliðinu og telur Heimir þetta vera mikilvægt fyrir framtíð liðsins:

,,Þetta janúar verkefni hefur alltaf gefið okkur 1-2 leikmenn og núna finnst okkur vera ansi margir spennandi leikmenn. Möguleikarnir eru því kannski á fleiri leikmönnum en hingað til,“ sagði Heimir.

Jafnframt eru leikirnir tækifæri fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna og vinna sér jafnvel inn sæti í liðinu fyrir HM í Rússlandi:

,,Við erum alltaf að leita eftir leikmönnum sem passa inn í liðsheildina okkar, við höfum alltaf lagt upp úr því að íslenska landsliðið sé með sterka liðsheild. Þetta á bæði við um leikmenn sem eru sterkir og góðir utanvallar og hvernig þeir eru innan hans. Við erum fyrst og fremst að leita að því, en svo líka leikmönnum sem hafa eitthvað extra, krydda hópinn og hafa eitthvað að bjóða fyrir utan það að vera góðir liðsmenn,“ sagði Heimir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Cooper rekinn frá Leicester

Cooper rekinn frá Leicester
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndina sem allir eru að tala um – Gerði VAR enn ein mistökin?

Sjáðu myndina sem allir eru að tala um – Gerði VAR enn ein mistökin?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk stórkostlegar móttökur í Manchester – Sjáðu myndbandið

Fékk stórkostlegar móttökur í Manchester – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Southampton og Liverpool – Bradley byrjar

Byrjunarlið Southampton og Liverpool – Bradley byrjar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gerir stuðningsmenn Liverpool reiða með nýjustu ummælunum – Stærsta stjarnan ekki í heimsklassa?

Gerir stuðningsmenn Liverpool reiða með nýjustu ummælunum – Stærsta stjarnan ekki í heimsklassa?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“