Pep Guardiola stjóri Manchester City telur að Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City séu betri en flest lið í ensku úrvalsdeildinni.
Bristol heimsótti City í gær í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins.
Bristol komst yfir í leiknum en City vann á endanum 2-1 sigur, Kun Aguero skoraði sigurmarkið undir lok leiksins.
,,Ég er stoltur af liðinu mínu, svekktur með markið undir lokin. Strákarnir voru magnaðir,“ sagði Lee Johnson stjóri Bristol City.
,,Pep Guardiola sagði við mig eftir leik að við spiluðum betru en flest lið í úrvalsdeildinni sem heimsækja City. Við lögðum ekki rútunni.“