Sean Dyche stjóri Burnley var afar sáttur með Jóhann Berg Guðmundsson eftir 1-2 tap gegn Liverpool í dag.
Jóhann jafnaði leikinn fyrir Burnley með sínu fyrsta marki á tímabilinu. Liverpool skoraði hins vegar sigurmark í uppbótartíma.
Jóhann hefur verið besti maður Burnley síðustu vikur og Dyche er meðvitaður um það.
,,Við vorum mög góðir, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Dyche.
,,Við spiluðum ágætlega, við gerðum þeim erfitt fyrir. Jóhann þefaði þetta færi vel uppi.“
,,Jóhann var frábær í þessum leik, enn á ný.“