fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433

Mourinho fer yfir stóra Pogba málið – ,,Manchester United er stærra en nokkur leikmaður“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. september 2018 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Manchester United er stærra en nokkur leikmaður, ég verð að verja það,“ sagði Jose Mourinho stjóri Manchester United um samband sitt og Paul Pogba við fréttamenn í dag.

Myndband af þeim félögum í vikunni þar sem þeir áttu í deilum um Instagram færslu Pogba. Það hefur ýtt undir sögusagnir um slæmt samband þeirra á milli.

Fyrr í vikunni hafði Mourinho tilkynnt leikmönnum sínum að Pogba yrði ekki aftur með fyrirliðabandið í sinni stjóratíð.

Pogba hefur látið stjórnarmenn Manchester United vita að hann vilji burt frá félaginu, það gerði hann fyrir sjö vikum.

,,Ég held að Paul hafi nú sagt það í þessum frægu viðtölum hans eftir leiki og það er rétt. Sambandið sem leikmaður og stjóri er gott.“

Mourinho vildi ekki ræða hvað gekk á þeirra á milli á æfingunni á miðvikudag. ,,Ég get það ekki, æfingin var opin. Þið voruð með myndavélar og heyrið kannski einhver orð. Ég mun ekkert segja, þetta var samtal.“

Mourinho segist hafa útskýrt fyrir leikmönnum af hverju Pogba verður ekki oftar með bandið. ,,Ég útskýrði það mjög nákvæmlega fyrir leikmönnum og Paul. Þeir vita ástæðurnar, þjálfaraliðið veit það líka. Ég skoða leikmann sem leikmann en ég skoða fyrirliða öðruvísi. Eftir að hafa skoðað þetta þá er Paul bara leikmaður, ekki fyrirliði.“

,,Ég lét leikmenn vita og á þriðjudag fékk ég spurningu um þetta, ég staðfesti þetta og geri aftur. Málinu lokið.“

,,Það æfði enginn betur en Paul í vikunni, kannski einhver af sama krafti en enginn betur. Hann byrjar gegn West Ham.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Nýr markvörður til Kaupmannahafnar – Hvað gerir Rúnar Alex?

Nýr markvörður til Kaupmannahafnar – Hvað gerir Rúnar Alex?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu mörkin úr stórsigri Íslands á Færeyjum – Hafdís Nína skoraði þrennu

Sjáðu mörkin úr stórsigri Íslands á Færeyjum – Hafdís Nína skoraði þrennu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mikael sakar íslenska fjölmiðla um meðvirkni – Tekur dæmi eftir þáttinn hjá Hödda Magg í gær

Mikael sakar íslenska fjölmiðla um meðvirkni – Tekur dæmi eftir þáttinn hjá Hödda Magg í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tímabilið úr sögunni hjá Lisandro – Gæti United keypt hafsent í dag?

Tímabilið úr sögunni hjá Lisandro – Gæti United keypt hafsent í dag?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Faðir Haaland með fast skot á Arsenal eftir gærdaginn

Faðir Haaland með fast skot á Arsenal eftir gærdaginn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svimandi há upphæð sem United þarf að borga Rashford áfram

Svimandi há upphæð sem United þarf að borga Rashford áfram