Það eru afar litlar líkur á því að Paul Pogba, leikmaður Manchester United, verði áfram hjá félaginu út tímabilið.
Þetta segir fyrrum leikmaður liðsins, Paul Ince en Pogba á í deilum við stjóra félagsins, Jose Mourinho.
Ince er óánægður með hegðun Pogba og segir að hann hefði aldrei komist upp með það sama undir stjórn Sir Alex Ferguson.
,,Ef þetta væri að eiga sér stað undir stjórn Sir Alex Ferguson þá hefði hann aðeins sagt eitt – ‘Hann er að fara, komið honum burt núna,’ sagði Ince.
,,Það er ekki möguleiki að hann myndi leyfa sínu liði að breytast í brandara bara vegna Paul Pogba.“
,,Ég held að örlög hans séu ráðin og að hann verði farinn í janúar. Það er talað um að Mourinho verði farinn á undan honum en það væri til skammar ef Ed Woodward leyfir því að gerast.“
,,Ef þú gerir það þá ertu að leyfa einum leikmanni að vera stærri en stjórinn og allt liðið.“