Samkvæmt Mundo Deportivo á Spáni telur Barcelona sig ekki geta keypt Paul Pogba frá Manchester United.
Ástæðan er hár verðmiði United, launakröfur Pogba og upphæðin sem Mino Raiola, umboðsmaður hans vill.
Sagt er að Manchester United vilji 200 milljónir punda fyrir Pogba ef það á að selja hann. Jose Mourinho, stjóri United vill losna við hann.
Pogba hefur beðið um sölu fyrir tveimur mánuðum en hann vill halda sömu launum og hjá United en það eru um 10,7 milljónir punda á ári.
Þá vill Mino Raiol, umboðsmaður Pogba fá hressilega greiðslu en hann fékk um 40 milljónir punda frá Juventus þegar hann var seldur til United árið 2016.
Þá er ólíklegt að PSG geti keypt Pogba nema að selja eina stjörnu vegna FFP, reglna hjá FIFA.