Paul Pogba fékk þau skilaboð í gær um að hann myndi aldrei bera fyrirliðabandið hjá Manchester United á nýjan leik.
Þessi franski miðjumaður hefur borið bandið þrisvar á þessu tímabili en Mourinho telur hegðun hans ekki lengur ásættanlega. Leikmannahópur United fékk að vita þetta í gær fyrir tap gegn Derby í deildarbikarnum. Pogba var ekki í leikmannahópi United, hann horfði úr stúkunni.
Meira:
Ítarleg greining á sambandi Mourinho og Pogba – Pogba hegðar sér eins og kóngur
Pogba vill burt frá United en Liam Rosenior sérfræðingur hjá Sky Sports styður Mourinho.
,,Það er hægt að lesa á milli línanna þegar talað er um að Pogba verði aldrei fyrirliði Manchester United aftur,“ sagði Rosenior.
,,Ég skil Mourinho vel, hann verður að taka þessa ákvörðun. Leikmaður getur aldrei verið stærri en stjórinn eða félagið.“
,,Þegar leikmaður talar svona um taktík og aðra hluti sem stjórinn gerir þá býr það til vandamál þeirra á milli og skapar vandræði í klefanum.“