Ensk blöð halda því fram að Joachim Löw þjálfara Þýskalands hafi verið bannað að ræða við Mesut Özil.
Özil hætti með þýska landsliðinu eftir Heimsmeistaramótið í sumar vegna deilna við aðila þar.
Löw vildi ræða við Özil og flaug til London til að ræða við hann. Þegar hann mætti þangað var honum bannað að ræða við hann.
Það var Unai Emery, þjálfari Arsenal sem bannaði Löw að eiga samskipti við leikmann sinn.
Löw er einn þekktasti þjálfari í heimi en hann er einnig þekktur fyrir að bora í nef sit á hliðarlínunni eins og myndin hér að ofan sannar.