fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433

Fyrrum leikmaður United segir félaginu að losa sig við skemmda eggið sem eitrar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba fékk þau skilaboð í gær um að hann myndi aldrei bera fyrirliðabandið hjá Manchester United á nýjan leik.

Þessi franski miðjumaður hefur borið bandið þrisvar á þessu tímabili en Mourinho telur hegðun hans ekki lengur ásættanlega. Leikmannahópur United fékk að vita þetta í gær fyrir tap gegn Derby í deildarbikarnum. Pogba var ekki í leikmannahópi United, hann horfði úr stúkunni.

Meira:
Ítarleg greining á sambandi Mourinho og Pogba – Pogba hegðar sér eins og kóngur

Alan Brazil, fyrrum leikmaður United og þáttastjórnandi hjá Talksport segir að félagið eigi að reyna að losa sig við skemmda eggið í janúar.

,,Ef það kemur frábært tilboð þá held ég að Jose Mourinho átti sig á því að hann geti ekki stjórnað honum og félagið eigi að taka peninginn,“ sagði Brazil.

,,Sú ákvörðun þarf að liggja fyrir áður en janúar kemur, United þarf að fylla skarð hans. Hann þarf að fá einn eða tvo inn. Ef Ferguson væri þarna, þá hefði Pogba aldrei komið. Ekki séns í helvíti, Ferguson myndi aldrei treysta neinum með svona mannorð á sér. Þrátt fyrir að hann hafi unnið HM.“

,,Jose hefur sýnt Pogba mikla þolinmæði, það er á enda. Hann hefur áttað sig á því að þetta skemmt egg, frábær leikmaður sem vann HM en hann er eitur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals