Enska knattspyrnusambandið hefur samþykkt að selja Wembley til Shahid Khan, sem er eigandi Fulham.
Kaupverðið er 800 milljónir punda samkvæmt enskum fjölmiðlum en málið hefur lengi verið í gangi.
Margir hafa verið á móti þessu en Khan á Fulham og Jacksonvile Jagurs í NFL deildinni.
Hann greiðir 500 milljónir punda í peningum og þá heldur enska knattspyrnusambandið Club Wembley sem er aðstæða fyrir þá sem vilja lúxus á leikjum.
Það er metið á 300 milljónir punda og því er kaupverðið í kringum 800 milljónir punda.
Wembley er heimavöllur enska landsliðsins en þarna fara einnig fram NFL leikir og tónleikar.