Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United hefur kynnt árskýrslu fyrir síðustu leiktíð.
Tekjur félagsins hafa aldrei verið meiri eða 590 milljónir punda. Hagnaður félagsins eftir tímabilið voru 44,1 milljón punda. En um er að ræða tímabil frá 1. júlí 2017 til 30 júní árið 2018.
Woodward kynnti þetta í dag og sagði að áætlanir gerðu ráð fyrir að tekjurnar yrðu 615 til 630 milljónir punda á þessu tímabili.
Stjórnarformaðurinn sagði að félagið væri að vinna í því að vinna titla. ,,Við viljum vinna 66 titil okkar og 25 titil Jose Mourinho. Það er það sem stuðningsmenn okkar vilja,“ sagði Woodward.
,,Laun starfsmanna hækkuðu í 295,9 milljónir punda, hækkun um 32,4 milljónir punda. Hækkun um 12,3 prósent á milli ári og það kom til vegna þáttöku liðsins í Meistaradeild Evrópu.“
United er verðmætasta knattspyrnufélag í heimi þrátt fyrir að árangurinn innan vallar hafi ekki verið góður.
#MUFC financial results out for year ending 30 June 2018 – record revenue of £590m, with operating profit of £44.1m ?
— Simon Peach (@SimonPeach) September 25, 2018