fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
433

Þetta eru mistökin sem Tottenham gerði gegn Liverpool

Victor Pálsson
Föstudaginn 21. september 2018 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að liðið hafi sýnt stjörnum Liverpool of mikla virðingu er liðin áttust við síðustu helgi.

Tottenham þurfti að sætta sig við 2-1 tap og tapaði svo einnig 2-1 gegn Inter Milan í Meistaradeildinni.

Pochettino segir að sínir menn hafi sýnt þeim Roberto Firmino og Mohamed Salah of mikla virðingu.

,,Að hafa leikmenn eins og Salah og Firmino fyrir framan þig, ég held að við höfum sýnt þeim of mikla virðingu,“ sagði Pochettino.

,,Gegn Inter þá þekktum við ekki Matteo Politano og Mauro Icardi svo við fundum ekki fyrir eins mikilli pressu.“

,,Liverpool leyfði okkur að spila alveg frá byrjun og þeir pressuðu okkur ekki hátt en við vorum of hægir að færa boltann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Gummi Ben setur þessa kröfu eftir dráttinn – „Held við munum ná okkar besta árangri í sögunni“

Gummi Ben setur þessa kröfu eftir dráttinn – „Held við munum ná okkar besta árangri í sögunni“
433Sport
Í gær

Leikmaður United gæti verið lengi frá

Leikmaður United gæti verið lengi frá