Eins og við greindum frá í gær eru tuðningsmenn Manchester United á Íslandi eru margir svekktir vegna þess að leikur liðsins gegn Wolves um helgina verður ekki sýndur í beinni útsendingu.
Stöð2 Sport sem hefur réttinn á ensku úrvalsdeildinni getur aðeins sýnt einn leik klukkan 14:00 á laugardag.
Stöðin hefur kosið að sýna leik Liverpool og Southampton, United og Liverpool eiga lang stærstu stuðningsmannahópana hér á landi.
Á síðustu leiktíð breyttist samningurinn um réttinn en áður voru allir leikir í beinni útsendingu.
Stöð2 Sport útskýrir mál sitt í dag en þar segir að þetta sé í fyrsta sinn í tvö ár sem United og Liverpool spila á sama tíma.
,,Ástæða þess að við viljum vekja sérstaka athygli á þessu nú er að stuðningsmannahópur Man Utd á Íslandi er stór, sem og í hópi okkar viðskiptavina. Stöð 2 Sport hefur sýnt alla leiki Man Utd síðastliðin ár,“ skrifar stöðin.
Stuðningsmenn Liverpool verða fyrir því sama síðar í vetur.
,,Þess er ekki kostur þessa helgina og biðjum við viðskiptavini okkar velvildar á því. Þetta er í fyrsta skipti í 2 ár að Premier League setur Liverpool og Man Utd leiki á þessum leiktíma. Þetta mun koma aftur upp í 13. umferð en þá þurfum við að sleppa Liverpool leik.“
Tilkynning v/ 14:00 leiks í enska boltanum á morgunhttps://t.co/HR2s6vl9CW pic.twitter.com/cWXOrUnqPK
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) September 21, 2018