Jurgen Klopp, stjóri Liverpool á Englandi, segir að það sé stranglega bannað að vanmeta lið Southampton á morgun.
Liverpool er talið mun sigurstranglegra fyrir leikinn á morgun en liðið er taplaust í deildinni með fullt hús stiga.
Leikurinn fer fram á Anfield, heimavelli Liverpool en síðustu tveir leikir Liverpool hafa verið erfiðir gegn Tottenham og Paris Saint-Germain.
Þetta er sjöundi keppnisleikur Liverpool á tímabilinu og segir Klopp að fólk sé að gleyma því að þeir þurfi að spila gegn Southampton.
,,Þegar fólk ræddi um fyrstu sjö leikina fyrir nokkrum vikum þá talaði enginn um Southampton,“ sagði Klopp.
,,Ég þurfti að minna þá þennan leik. Að einbeita sér að næsta leik, það er það sem þetta snýst um.“