fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433

Mourinho: Hann getur spilað hérna í meira en tíu ár

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hafði góða hluti að segja eftir sigur liðsins á Young Boys í Meistaradeildinni í gær.

Mourinho var sérstaklega hrifinn af Diogo Dalot, leikmanni United sem spilaði sinn fyrsta leik eftir aðgerð.

Dalot er aðeins 19 ára gamall og þótti standa sig ansi vel í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

,,Ég vil vera góður við Luke Shaw líka því ég held að þeir séu að spila eins vel,“ sagði Mourinho.

,,Diogo og Shaw spiluðu mjög, mjög vel. Við sköpuðum hættu frá þeim báðum. Þeir tóku þátt í hættulegustu sóknunum og vörðust líka vel.“

,,Þetta var fyrsti leikur Diogo eftir aðgerð. Þetta var góð frammistaða. Ég held að allir hafi séð gæðin hans og hann er 19 ára gamall og getur spilað fyrir Manchester United í meira en tíu ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals