fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433Sport

Átti að verða næsta stórstjarna – Eiturlyf léku hann grátt og hann ætlaði að drepa sig

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var í október árið 2011 sem 15 ára George Green var á leið til Lundúna til æfinga hjá Tottenham. Síminn hringdi, Everton hafði gert 2 milljóna punda tilboð í hann. Bradford City þar sem Green var samþykkti tilboðið. Honum var líkt við Wayne Rooney, Green átti að verða næsta stórstjarna Englendinga í boltanum.

Green fékk 45 þúsund pund fyrir að skrifa undir, hann gerði tveggja og hálfs árs samning.

Fjórum árum síðar var allt hrunið, hann fékk ekki lengri samning hjá Everton og ætlaði að binda enda á eigið líf.

,,Ég var í svo miklum skuldum, ég hélt að ég myndi missa kærustu mína vegna eiturlyfja notkunar minnar. Ég sá ekki neina leið til baka í fótboltann,“ sagði Green sem opnar sig nú í samtali við BBC.

Green er í dag hjá Chester í sjöttu efstu deild á Englandi en hann hefur verið í herbúðum Burnley og fleiri liða.

,,Andleg heilsa og fíkn er eitthvað sem ég berst við á hverjum degi, ég geri mitt besta. Ef aðrir geta lært af sögu minni. Þá vil ég hjálpa.“

Green fékk þau skilaboð árið 2015 að hann myndi ekki fá lengri samning hjá Everton. ,,Áður en ég varð 18 ára þá fór ég aldrei út, þegar ég varð 18, þá breyttist allt. Ég drakk, notaði eiturlyf og spilaði fótbolta.“

,,Ég var að horfa á fótbolta á krá þegar mér var boðið kókaín í fyrsta skipti, ég tók það og það breytti lífi mínu.“

Áður en langur tími leið var Green í djúpum dal, hann tók um 30 grömm af kókaíni á mánuði. ,,Ég eyddi yfir 300 þúsund krónum í kókaín á mánuði, ég man eftir einum mánudegi þegar ég vaknaði ekki til að fara á æfingu.“

,,Ég vaknaði bara síðdegis, ég hafði kíkt á félaga minn kvöldið áður. Við drukkum og tókum kókaín, ég held að Everton hafi byrjað að hafa áhyggjur þá.“

,,Ég fór að hringja símtöl eitt kvöldið að leita að hálp, ég grét og öskraði á hjálp.“

Green hefur þénað vel á ferli sínum en á ekkert eftir. ,,Ég hef þénað yfir 500 þúsund pund en ég á einn iPad til að sanna það. Líf mitt hefur hrunið, líf mitt varð svona vegna eiturlyfja.“

,,Gott kvöld úti kostaði yfir 200 þúsund krónu, ég keypti kampavín fyrir mig og stelpur sem vildu. Ég hélt að ég myndi alltaf þéna svona vel.“

Green fer yfir kvöldið þegar hann ætlaði að binda enda á eigið líf. ,,Það tók vel á að fara frá Everton, ég var á lestarstöðinni og ætlaði að binda enda á þetta. Klukkan var um 20:00. Ég hafði skrifað bréf, öll pressan í lífinu, eiturlyfin, drykkjan og andleg heilsa voru að fara með mig. Fótboltinn gekk illa og ég átti ekki neinn pening.“

,,Það var síðan tilkynnt að lestinni hefði seinkað, þá hugsaði ég með mér að minn tími væri ekki búinn hérna. Ég settist niður og brast í grát.“

Green hefur verið edrú frá því í apríl og á von á barni með kærustu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland mætir Kósovó í umspili – Óvíst hvar heimaleikur Íslands fer fram

Ísland mætir Kósovó í umspili – Óvíst hvar heimaleikur Íslands fer fram
433Sport
Í gær

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga
433Sport
Í gær

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími
433Sport
Í gær

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið