Stjarnan 1-1 KA
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson(62′)
1-1 Sölvi Snær Guðbjargarson(79′)
Stjarnan náði ekki að minnka forskot Vals niður í tvö stig í kvöld er liðið mætti KA í Pepsi-deild karla.
Stjarnan og KA gerðu 1-1 jafntefli í Garðabæ í kvöld og eru Stjörnumenn nú þremur stigum á eftir toppliði Vals er tvær umferðir eru eftir.
Stigið gerir fína hluti fyrir KA sem er nú í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig, sex stigum frá fallsæti.
Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir á 62. mínútu leiksins áður en Sölvi Snær Guðbjargarson jafnaði fyrir heimamenn.