Tottenhamklúbburinn á Íslandi verður með hitting á Sportbarinn Ölver næsta laugardag , 22. september.
Heiðursgestur er Steve Perryman , leikjahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi.
Steve Perryman átti langan og farsælan feril með Tottenham og spilaði 655 deildarleiki fyrir félagið og í heildina 866 leiki fyrir Tottenham.
Steve Perryman kom með liði Tottenham og spilaði gegn ÍBK í Keflavík í september 1971 og einnig spilaði hann með B-liði Englands á Laugardalsvelli í júní 1982.
Dagskrá verður eftirfarandi:
16.30 Horft á leik Brighton – Tottenham í Ensku úrvalsdeildinni.
19.00 Pizzahlaðborð og drykkur ( bjór/gos )
Svo um kvöldið mun Steve Perryman halda létta ræðu
Happdrætti þar sem ýmsir skemmtilegir vinningar verða í boði … þar með áritaður varningur frá Tottenham.
Stuðningsmenn Tottenham að eiga góða kvöldstund saman.
Það kostar 2.000.- inn á kvöldið og innifalið í því er Pizzahlaðborð og drykkur.
Happdrættismiðar verða seldir á staðnum á 1.000.- stk.
Til að vera með ca. tölu á þeim sem koma á laugardag , væri flott að melda sig á þetta event eða senda póst á spurs@spurs.is