Virgil van Dijk varnarmaður Liverpool hefur stimplað sig inn sem einn allra besti miðvörður í heimi. Stuðningsmenn Liverpool elska hann og dá.
Van Dijk kom til Liverpool í janúar frá Southampton, kaupverðið var 75 milljónir punda og varð hann dýrasti varnarmaður í heimi.
Njósnari frá West Brom vildi kaupa hann til félagsins áður en Southampton fékk hann árið 2015. West Brom hafði ekki áhuga.
,,Ég sá það eftir 20 mínútna leik að hann væri nógu góður fyrir ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Stuart Millar sem var njósnari frá West Brom.
,,Ég setti í skýrsluna hjá mér að innan tveggja ára myndum við tvöfalda fjárfestingu okkar, það var ekki rétt hjá mér. Þeir hefðu tífaldað þá upphæð.“
Millar var ekki sáttur og sagði upp störfum og er nú að starfa í skosku þriðju deildinni.