Mauricio Pochettino og hans menn í Tottenham þurftu að sætta sig við tap gegn Inter Milan í kvöld.
Liðin áttust við í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hafði Inter að lokum betur á San Siro, 2-1.
Pochettino hefur náð frábærum árangri með Tottenham en gengi liðsins undanfarið hefur verið erfitt.
Tottenham hefur nú tapað þremur leikjum í röð í fyrsta sinn frá árinu 2014 og í fyrsta sinn undir stjórn Pochettino.
Tottenham tapaði deildarleikjum gegn Watford og Liverpool áður en liðið heimsótti Inter í kvöld.
Tottenham vonast til að binda enda á þetta gengi er liðið mætir Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.