Það var ekki létt yfir Pep Guardiola stjóra Manchester City um helgina þrátt fyrir 3-0 sigur liðsins á Fulham.
Guardiola var ekki glaður með hvernig City spilaði og ákvað að refsa leikmönnum fyrir það.
Stjórinn tók frídag af leikmönnum en þeir áttu að vera í fríi í dag.
City skapaði sér 28 færi í leiknum og því margir hissa á þessari ákvörðun Guardiola.
,,Ég er reiður, ég er svekktur með leikmennina mína og þeir vita það,“ sagði Guardiola.
Guardiola boðaði því menn á æfingu í gær þar sem farið var yfir einföld atriði fótboltans.
,,Ég höndla það ekki þegar einfaldir hlutir eru að klikka, einfaldar sendingar og að taka á móti bolta.“
,,Við höfum rætt þetta oft, þess vegna ætla ég að sýna þeim hvernig við bætum þetta.“