Morgan Schneiderlin miðjumaður Everton var í byrjunarliði liðsins í gær þrátt fyrir að hafa misst pabba sinn rétt fyrir helgi. Everton tapaði gegn West Ham í gær.
Þessi franski miðjumaður gaf kost á sér í leikinn þrátt fyri erfiða tíma, hann og faðir hans voru afar nánir.
Schneiderlin er oft gagnrýndur fyrir frammistöðu sína og sumir segja að hann nenni þessu ekki. Eiginkona hans, vonar að sú umræða hætti.
,,Skilaboð til þín, ég er svo stoltur af þér, eiginmaðurinn minn,“ skrifar Camille Schneiderlin.
,,Þú reyndir að spila fyrir þitt lið eftir erfiða daga, eftir að hafa misst föður þinn.“
,,Ég vona að fólk hætti að efast um viðhorf þitt, að segja að þú gefir ekki alt í þetta á vellinum. Þeir sem tala þannig, þeir vita ekki hvernig persóna, atvinnumaður og hversu mikið þú leggur á þig.“