fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
433

Algjört frost í viðræðum Sterling við City

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. september 2018 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Algjört frost er í viðræðum Raheem Sterling við Manchester City um nýjan samning við félagið.

Samningur Sterling rennur út sumarið 2020 en City vill reyna að framlengja hann sem fyrst.

Ef það tekst ekki er möguleiki á að félagið neyðist til að selja hann næsta sumar.

Sterling var frábær á síðustu leiktíð en hann kom til félagsins sumarið 2015. City keypti hann frá Liverpool árið 2015 fyrir 44 milljónir punda.

Hann gerði fimm ára samning en City getur framlengt hann um eitt ár.

Sterling er með 170 þúsund pund á viku í dag en hann vill hið minnsta 220 þúsund pund á viku í föst laun.

Viðræðum hefur nú verið frestað en City er meðvitað um að staðan gæti orðið erfið ef félagið vill ekki missa hann næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir
433Sport
Í gær

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes grét inni á skrifstofu eftir að hann fékk ekki að fara

Bruno Fernandes grét inni á skrifstofu eftir að hann fékk ekki að fara
433Sport
Í gær

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning