Sóknarmaðurinn Kristófer Ingi Kristinsson kom inná sem varamaður hjá liði Willem í hollensku úrvalsdeildinni í dag.
Kristófer kom inná þegar 22 mínútur voru eftir af leiknum og var staðan 1-0 fyrir gestunum í Excelsior. Þeir bættu við öðru marki stuttu síðar og staðan orðin 2-0.
Á 86. mínútu leiksins minnkuðu heimamenn í Willem muninn og svo tveimur mínútum síðar tryggði Kristófer liðinu stig.
Kristófer kom til Willem frá Stjörnunni í byrjun sumar og er talið að hann hafi kostað liðið 200 þúsund pund.
Þessi efnilegi leikmaður simplaði sig rækilega inn í dag en hann er aðeins 19 ára gamall og verður gaman að fylgjast með honum í vetur.