Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur verið orðaður við sitt fyrrum félag Juventus undanfarið.
Pogba er sagður vilja komast frá United á næsta ári en Barcelona og Juventus eru talin líkleg til að reyna við hann.
Frakkinn var frábær hjá Juventus áður en hann fór til United árið 2016 en hann hefur ekki þótt standa undir væntingum.
Andrea Pirlo, fyrrum samherji Pogba, telur að Juventus hafi áhuga á að fá leikmanninn aftur í sínar raðir.
,,Það kæmi mér ekki á óvart því Juventus vill fá bestu leikmennina og ef þú ferð annað þá þýðir það ekki að þú getir ekki snúið aftur,“ sagði Pirlo.