Everton gæti misst stig eða fengið all svakalega sekt ef hægt verður að sanna að félagið hafi rætt ólöglega við Marco Silva.
Silva vildi taka við Everton á síðasta tímabili þegar hann var stjóri Watford.
Watford vildi það ekki en félagið hefur alla tíð sakað Everton um að ræða ólöglega við Silva á þeim tíma.
Rannsókn er í gangi vegna þess núna en Watford rak Silva úr starfi skömmu síðar og hann tók svo við Everton í sumar.
The Times fjallar ítarlega um málið og segir að ef hægt verður að sanna sekt Everton gæti félagið misst stig í deildinni.
Stjórnendur Everton gætu þurft að láta símann sinn af hendi svo hægt verði að rannsaka allt.