Hugo Lloris, markvörður Tottenham á Englandi, mun ekki missa fyrirliðabandið hjá félaginu.
Þetta var staðfest af Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, í dag en Lloris hefur verið í umræðunni undanfarið.
Pochettino var spurður að því hvort Frakkinn yrði áfram fyrirliði liðsins og svaraði því játandi.
Lloris var stöðvaður drukkinn við stýri á dögunum en hann hafði keyrt heim eftir kvöld í bænum.
Lloris var í kjölfarið sektaður um 50 þúsund pund og missti bílprófið í 20 mánuði.
Lloris er að glíma við meiðsli þessa stundina og mun missa af næstu leikjum liðsins.