Kylian Mbappe kom til reynslu hjá Chelsea árið 2012 þá aðeins 13 ára gamall og heillaði starfsmenn félagsins.
Chelsea vildi hins vegar fá Mbappe aftur til reynslu áður en samið yrði við hann.
Mamma hans var með í för og tók það ekki í mál, ef félagið vildi fá hann þá yrði það klárað núna.
,,Ég fékk hann yfir með fjölskyldu sinni, hann hafði tæknina sem hann hefur núna. Hann lék gegn Charlton og við unnum 7-0,“ sagði Daniel Boga sem starfaði fyrir Chelsea.
,,Eftir viku þá fórum við á fund og sögðum að við værum ánægðir með hann og að við vildum bjóða honum aftur ti æfinga.“
,,Móðir hans var ekki á því, hún sagði að hann kæmi ekki aftur. Ef Chelsea vilfi fá hann þá væri það núna, annars myndi félagið koma eftir fimm ár og þurfa að borga 50 milljónir evra fyrir hann.“
Mbappe er í dag næst dýrasti leikmaður í sögu fótboltans en hann er í eigu PSG og kostaði 166 milljónir punda sumarið 2017.