fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
433Sport

Arnór Borg Guðjohnsen sá fyrsti í Guðjohnsen fjölskyldunni til að skora í fyrsta landsleik

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U19 ára landslið Íslands gerði góða ferð til Albaníu í gær en liðið spilaði þar við heimamenn í æfingaleik.

Albanía hafði betur um helgina 1-0 er liðin áttust við en íslensku strákarnir svöruðu fyrir sig í gær.

Arnór Borg Guðjohnsen gerði tvö mörk fyrir íslenska liðið í leiknum en liðið vann að lokum 4-1 sigur. Birkir Heimisson og Viktor Örlygur Andrason komust einnig á blað í sigrinum.

Arnór kom inn sem varamaður í hálfleik en hann er sonur Arnórs Guðjohnsen sem var goðsögn í fótboltanum og er hann bróðir Eiðs Smára Guðjohnsen.

Arnór Borg var að spila sinn fyrsta landsleik en hann er sá fyrsti í Guðjohnsen fjölskyldunni til að skora í fyrsta landsleik.

Faðir hans Arnór lék sinn fyrsta landsleik með U19 ára landsliðinu árið 1979 í 3-1 tapi gegn Ungverjalandi. Bróðir hans, Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik árið 1992 í 2-0 tapi gegn Englandi.

Synir Eiðs Smára þeir Sveinn Aron og Andri Lucas hafa báðir spilað fjölda landsleikja en skoruðu ekki í fyrsta leik. Andri Lucas lék einmitt gegn Albaníu í gær en hann var í byrjunarliði Íslands, hann samdi á dögunum við Real Madrid.

Arnór Borg er í herbúðum Swansea á Englandi en hann lék með Breiðabliki áður en hann hélt út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Solskjær segir frá fimm leikmönnum sem hann vildi fá til United – Enginn þeirra kom

Solskjær segir frá fimm leikmönnum sem hann vildi fá til United – Enginn þeirra kom
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola fór yfir ástandið á Erling Haaland

Guardiola fór yfir ástandið á Erling Haaland
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi mætti í frostið þrátt fyrir kjaftasögurnar – Skoraði glæsilegt mark

Messi mætti í frostið þrátt fyrir kjaftasögurnar – Skoraði glæsilegt mark
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mourinho sendi væna sneið þegar hann var spurður út í dýr

Mourinho sendi væna sneið þegar hann var spurður út í dýr
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United opinberar hvað það kostaði að reka Ten Hag og Ashworth

United opinberar hvað það kostaði að reka Ten Hag og Ashworth
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guðni hættir í Víkinni og fer til Gróttu

Guðni hættir í Víkinni og fer til Gróttu