Maurizio Sarri stjóri Chelsea frétti af því í sjónvarpinu að Napoli ætlaði að reka sig.
Sarri hafði lengi verið orðaður við Chelsea og því ákvað Napoli að bíða ekkert.
Sarri missti starfið en hann frétti það ekki fyrr en að hann sá að Carlo Ancelotti væri mættur í starf hans.
,,Ég var að snæða kvöldmat þegar Ancelotti var mættur á svæðið í sjónvarpinu,“ sagði Sarri.
,,Ég var að velta framtíð minni fyrir mér, ég er glaður í dag enda hjá Chelsea.“